Tvær limrur

Út yfir haf og hauður
hugann lét reika Auður.
Til frelsis hún fann
er fann hún sinn mann.
Hann lá þarna löngu dauður.
 
Þótt svolítið syrgði Auður,
samt ekki rak í nauður.
Kistan var kvödd
með kulda í rödd:
Þú varst nú svoddan sauður.

Framboð og eftirspurn

Yfirgefa Ási þarf
allan vandræðabaksturinn,
svo megi fá sér meira starf
og minnka helvítis aksturinn.


mbl.is Gaf mínu fólki loforð um framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fara í hundana

Þær reyndu af kostgæfni að stunda sitt starf.
stundum var árangur fenginn.
Gekk bara vel þar til hvolpurinn hvarf.
Hvers vegna veit víst enginn.


mbl.is Létu hund hverfa til að hylma yfir brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðkur í mysunni

Ljóta af sér leiðir kvöl
í leit að gyllta korninu
ef menn finna úldið mjöl
í einu pokahorninu.

Ég er ekki vegan

Sem oftar var ég að gramsa í illa skipulögðu vísnasafni mínu:

Einu sinni átti ég kjöt.
Allvel kunni að meta það.
Náði á mér taki neysluhvöt;
nú er ég búinn að éta það!

Upprætum ósómann

Hugmyndir þær ég af heilindum styð
að hegðun á neti við breytum.
Stefnum þá að því að staldra hér við
í stafrænum ógeðslegheitum.

Á hvaða stigi er íþróttaandi þjóðarinnar?

Mættu kannski að plotta á öðru plani
prófa íslendingar þetta sinn
heldur en að drulla yfir dani
og dæma þótt ei næðu í sigurinn.


mbl.is Dönskum leikmönnum sagt að deyja eftir leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strákarnir okkar

Búnir eru að sanna sig.
Sárir lítt, en móðir.
Drengjum gefur dáðin stig;
djöfull eru þeir góðir!


mbl.is „Einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundin nálgast

Stolt mun okkar sterka lið
standa eða falla.
Varla er lamb að leika við
Land hinna svörtu fjalla.


mbl.is Velkomin í leikhús fáránleikans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar sjálfstæðisflokks o.fl.

Er ekki í bönnum of langt gengið?
Ekki þarf meir að berjast;
Því sem við höfum þegar fengið
þurfum við ekki að verjast!
 

mbl.is Verulegar breytingar á sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2022
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband