Orðsending

Fólki er mig og flokkinn kýs
fyrst ég þarf að sinna.
Étið það sem úti frýs!
(Orðsending til hinna)


Nei, því miður

Maður færi nú ekki að fórna ellistyrknum fyrir einhver forsetalúsarlaun:

Þótt allt væri ágætt þarna
og auðæfum hægt að safna,
bótunum frá honum Bjarna
brjálæði væri að hafna.


Kapphlaupið um Bessastaði

Hvort heldur ræðir um snilld eða snobb
er snúið að meta í þeirra röðum
sem vongóðir stefna í hið vinsæla djobb
er von bráðar losnar á Bessastöðum.


mbl.is Katrín segir framboð ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rætur - Stóra sviðið


Ég kann ekki allskostar við þessa stefnu sem virðist ráðandi í sjónvarpsþáttagerð um þessar mundir: Örstuttar klippur þar sem hvert efni er klippt í marga búta og raðað saman á víxl. En þetta er víst nútíminn.
Ég kann betur við gamaldags þætti eins og t.d. Landann, þar sem hvert atriði er haft í heilu lagi.
Ætli þetta hafi eitthvað með aldur minn að gera?

 
 
 

Ávarp Fjármálaráðherra



Minnihlutinn þekkir það;
þessar fáu hræður
mættu gjarnan muna að
meirihlutinn ræður!


mbl.is Gæfurík þjóð í góðu landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2016
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband