Orðaskýringar

Það var hér um árið að ég var að vinna hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá var Sigurður Hróarsson leikhússtjóri. Dag nokkurn kvaðst hann hafa verið á mánaðarlegum fundi forstöðumanna menningarstofnana bæjarins og þar hafi m.a. verið dreift blaðsnepli með ýmsum skrám og töflum til útfyllingar. Á þessum snepli hefði auk annars verið að finna eftirfarandi íslensk orð. Bað hann um aðstoð samverkamanna sinna til skilnings þessum orðum. Sem góður leikhúsþegn brást ég við þessari bón hans og útbjó skýringar á  þessum orðum.

Árangursstjórnunarkerfi                               

Kerfi til stjórnunar á árangri, felst einkum í því hvort  hugsað er á undan eða eftir framkvæmdum.

Árangursbreytingastjórnun

Að stjórna breytingum á árangri – felst einkum í
því að vinna hægar eða hraðar eftir atvikum,snertir
einnig lengd kaffitíma.

Aðgerðaráætlun

Rökstudd ákvörðun um að fara í aðgerð,t.d.brjóstastækkun eða kynskipti.

Árangurshugsun

“Höfum við gengið til góðs……”

Skorkort

Kort sem rennt er í skoru,t.d. Debetkort eða fríkort.

Skýjamarkmið

Stefnuákvörðun í blindflugi.

Orsaka – afleiðingasamband

Hjónaband eða sambúð.

Jafnvægisstillingarmæling

Ákveðin aðgerð á hjólbarðaverkstæði.

Árangursmælikvarði

Talning seldra aðgöngumiða.

Árangurshvati

Viagra.

Heildarskorkort

Kort notað í kappleikjum sem heimilar handhafa
að skora öll mörkin.

Afleiðingasamhengi

Gálgi fyrir tvo eða fleiri.

Árangursviðmið

Samanburður við meðal-Jón.

Staðbundin og heildræn endurgjöf

Æla.

Upplýsingagjöf

Gefinn lampi eða ljóskastari.

Drefistýring

Stilliarmur á áburðardreifara.

Viðhorfskönnun

Kerfisbundin athugun á meðvitaðri afstöðu manna til margvíslegra umhverfisþátta.

Fjárhagsáætlunarferli

Gjaldþrot eða bankarán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

..Er í lagi að ég kóperi þetta og sendi til vinar míns í Svíþjóð? Þetta er algjör snilld!!

Óskar Arnórsson, 21.2.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Takk,Óskar. Leyfi veitt!

Hallmundur Kristinsson, 21.2.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við Sigurður Hróarsson erum þremenningar Þetta er bara spaugilegt.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 127927

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband