Samansafn

Ég hef lítið birt hér upp á síðkastið. Það stafar að hluta til af því að ég hef af einhverjum ástæðum ekki getað tengt við þær fréttir á mbl.is sem verður kveikja að kveðskapnum. En á facebooksíðu minni safnast þetta fyrir og mér datt í hug að birta hér nokkuð samansafn gert af ýmsu tilefni og einnig af tilefnislausu.

Vísurnar safnast í háa hauga,
handraðaskúffan full.
Oft er maður eitthvað að spauga,
annað er hálfgert bull.

 

Ríkissjóð þeir ráðskast með.
Reyta af okkur spariféð.
Fá meira fyrir minnna streð
frá mínum bæjardyrum séð.

 

Dálitla sögu um Kiddu ég kann.
Í Kópavogi hún býr.
Langar að fá sér fótboltamann,
en finnst hann vera of dýr.

 

Í pylsuendann prófa má
að pota einni rúsínu,.
En hverjir bera ábyrgð á
Orkuveituhúsinu?

 

Enn er komið allt á brun;
illan hef ég grun,
og kvíði þvi að kannski mun
koma annað hrun.

 

Áslaug streymir endalaust,
á sér fátt til varna;
fram úr sér hún fór í haust,
fallin vonarstjarna.
(Óhemjan sú Arna)

 

Að reyna sig við rím er sport,
en reikna má með krísu.
Gaman væri að geta ort
gáfulega vísu!

 

Áðan ég lét sem mín ljóð væru tað
og líkti mér sjálfum við rata,
en ætti nú kannski að árétta það
að auðvitað var ég að plata!

 

Ég neita því ekki að stundum yrki ég stöku.
Stenst ekki mátið að lauma nokkrum hér inn.
En nú hef ég til þess að valda nú engum vöku
valið að kveða ekkert í þetta sinn.

 

Raunar má segja að það reyni nú á
hvort ríki efnahagsbatinn.
Ferilinn allann mun fróðlegt að sjá.
Ég fer nú að prenta matinn.

 

Ef ég mundi yrkja ljóð
en ekki bara stökur,
öll þau mundu eflaust góð;
enginn sæist hnökur!

 

Auraráðin eins og dóp
orðið geta að meini.
Þjóðin líkist hundahóp
sem hleypur á eftir beini.

 

Ameríkufréttir:

Þessir trúa á þannig snuð,
og það með fullri vissu:
Dugi ekki góður guð
er gott að eiga byssu!

 

Aðrir þrífa enn á ný
eftir þá skítina,
sem fjármununum ausa í
andskotans hítina!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband