Færsluflokkur: Ferðalög

Limran um Huldu

 

Sko, Hulda var ættuð frá Hawaii.
Hýjalínsnáttfötum svaf æ í.
Hún fílaði fjör,
á fé var ei spör,
og góðgerðarsafnanir gaf æ í.


Landið mitt

www.visir.is Miðja Íslands vígð á morgun

Það hafa svo margir ort um landið mitt að tími var til kominn að finna það!

Eflaust hverjum sýnist sitt
um suman gjörning nýjan;
að leggja stein á landið mitt
og láta síðan vígj´ann.


Laus sæti

Tíðkast ekki hjá flugfélögum að auglýsa laus sæti?

Ennþá er flogið. Áhöfn er gætin.
Ókyrrð í lofti er daglegt brauð.
En líklega verða lausu sætin
lítið setin og jafnvel auð.


mbl.is „Það er allt í lagi með mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferjuraunir

Þessa vísu verður að lesa í hljóði. Það má ekki lesa hana upphátt vegna þess að þá fer rímið til andskotans.

Sigldi norður Sæfari,
þótt suma heppnin flýji.
Hann er sko varla hæfari
en héraðsdómarinn nýji.


mbl.is Sæfari lagstur við bryggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ahmed Abdoul

Treysta skal hnúta bræðrabands.
Byggð er í margri sveit.
Ingibjörg fer til Egyptalands;
ætlar að hitta Gheit.
mbl.is Ingibjörg Sólrún heldur til Egyptalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áreksturinn óökufær.

Hver ætli hafi skemmst mest, bílarnir tveir, áreksturinn eða fólksbíllinn?
mbl.is Árekstur á Laugarvatnsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rigning

Þvílikt úrhelli og átti sér stað upp við Aldeyjarfoss í Bárðardal um
kvöldmatarleytið í kvöld held ég að ég hafi ekki áður upplifað. Vatnið
fossaði eftir vegslóðanum sem á örskotsstundu var byrjaður að grafast 
og hefðu orðið  á honum töluverðar skemmdir hefði rigningunni ekki
slotað tiltölulega fljótlega. Ef þetta var ekki skýfall, þá veit ég
ekki hvað skýfall er!

Hámarkshraði

Ég hef verið að hugsa um hámarkshraða á vegum úti. Sem er 90km/klst almennt en 80km fyrir stóra bíla og bíla með tengivagna,kerrur,hjólhýsi, tjaldvagna og þess háttar. Mér finnst einhvernveginn að þetta gangi illa upp á tvíbreiðum vegum, sem aðeins eru ein akrein í hvora átt. Færu ökumenn stóru bílanna og vagndráttartækjanna almennt eftir þessum hraðareglum yrði held ég alveg skelfilega mikið um varasama framúrakstra.

Foss

Á sumrin fara menn gjarnan um landið og kíkja á áhugaverða staði; fjöll, vötn og fossa.
Á dögunum leit ég aðeins á Dettifoss, sem
enn hefur ekki  verið breytt í raforkugjafa. Sem ég stóð og virti fyrir mér vatnsfallið, rifjaðist upp fyrir mér vísa sem ég gerði fyrir löngu, vart kominn af unglingsárum, og hefði ábyggilega lifað með þjóðinni í öll þessi ár hefðu fleiri heyrt hana en raun varð á:

Vofir háski yfir oss.
Ennþá gerast dramar.
Þeir sem detta í Dettifoss,
detta aldrei framar.


Gamla greyið

Ekið var í fullsvo miklu flaustri
fyrir bíl af ævafornri gerð.
Brunabíll á Kirkjubæjarklaustri
komst því ekki á enda þessa ferð.


mbl.is Slökkvibíllinn á Kirkjubæjarklaustri gafst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 127925

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband