Baráttan hafin

Inni í framsókn þarf eitthvað að laga
ennþá mun barátta háð.
Grafið er undan Gunnari Braga,
sem gremst þetta ágætisráð!

Limra um Vigni sem fór út í rigninguna

Af hverju verður nú Vignir
votur þegar hann rignir?
Verða já,já
jafnblautir þá
tekjulágir og tignir.


Engin vísa

Veldur tæpast verri hag,
því vísur gefa ei borgun,
þótt enga vísu yrki í dag,
en eina kannski á morgun.


Frestun

Vísu strax ég gæti gert,
gullkornunum búna,
en held að það sé varla vert
að vera að því núna.


Langtímaspá

Það er ekki aðeins að þjóðin sé á hálum ís

í mörgu tilliti, heldur svo þunnum

að brostið gæti á hverju augnabliki.


Veðurvísa

Þegar haustsins blíði blær
belgir sig og virðist reiður,
stinningskaldi styrkinn fær;
stormsins ferill verður greiður.

eða:

Stinningskaldi styrkinn fær,
stormsins ferill verður greiður,
þegar haustsins blíði blær
belgir sig og virðist reiður.

(Frjálst val )


Ærubót

Æran var broguð og bendluð við spillingu.
Bætt verður aftur í tímanna fyllingu.
Nafn hans mun ritað með glóandi gyllingu
svo geti hann meðtekið almenna hyllingu.


Úrelt lög

Helst skyldi ráðherra rekinn í frí
og rannsókn á málinu boðuð;
líklegt má telja að leiddi af því
að lög yrðu endurskoðuð.


Hreinsun

Yfir hvimleiðan ærublett,
sem angraði líkt og gengur,
var endurbætt mannorð óðar sett
svo ekki sæist hann lengur.


Eyjapistill

Ferjan úr Viðey hún flaut upp á land
og festist á röngum stað.
Engeyjarferjan nú einnig er strand,
ógangfær - nema hvað!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband