Ójá

Mikið þætti mörgum leitt,
þótt mér sé engin kvöð,
ef yrkja mundi ég ekki neitt
annan daginn í röð!


Vonandi ekki

Mér finnst gaman að búa til brag;
það bætir geð, kemur skapi í lag.
En ætli ég þurfi að óttast minn hag
fyrst enga vísu ég gert hef í dag?

Stofnanir

Hætta er kannski á klofnun,
en klárlega þörf á siðbót.
Því nýja má stofna stofnun
sem stofnar aðra í viðbót.


Sameinaða samjafnaðar samkundan

Ástæðunni enginn hafni;
augljóst virst það getur
að Samfylking með nýju nafni
næði að dyljast betur.


mbl.is Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgun á Gunnunesi

Ég rakst á alveg upplagðan bókartitil, en þar sem ég er nú ekkert að fara að gefa út bók á næstunni, datt mér í hug að reyna að hnoða framan við hann þrjár hendingar:
 
Aukna hættu enginn metur
enda þótt fréttir lesi;
bráðum kannski birst oss getur
Björgun á Gunnunesi.
 
Þarna finnst mér raunar komið upplagt orðtak yfir það þegar einhver er firrtur vandræðum.

Ilmurinn er indæll...

Ilmurinn er engu líkur,
á í margra vitum sess.
Nú er horft til Helguvíkur,
helsta prýðis Reykjaness.


mbl.is „Verið notað sem tilraunadýr í 9 mánuði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúffufé

Langmest af ráðherrafénu það fer
í flest það sem helst þarf að laga;
stærsta og brýnasta starf þeirra er
að styrkja hinsegin daga.


mbl.is Svona ráðstafa ráðherrar skúffufé sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siggi frá Sjálfhóli

Að Sjálfhóli Sigurður fæddist.
Sárafá óáran hræddist.
Hans gresja var grýtt,
svo græddi hann lítt,
en alltaf í mörgu þó mæddist.


Var einhver að tala um sjálfshól?

Fyrirvara fráleitt set
fregnunum þessum sönnum,
og það staðfest alveg get
að ég er með betri mönnum!


Botn

Þótt að því mig enginn spyrði
hvort yrkja ég vísu þyrði,
verkið vannst
og við það fannst
botninn í Borgarfirði.


Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 127662

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband