Toppurinn

Vilborg Arna er gífurlega glöð.
Getur fagnað sigri á Everest.
Komin er í heimsins hæstu röð.
Hún er bara einfaldlega best!


mbl.is Vilborg á toppi veraldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland úr Nato...

Fyrst íslenskir verktakar geta ekki grafið
að gagni, þeir leggja á hafið;
þá djöfla við ætlum að finna í fjöru
sem fylltu landið af tjöru!


mbl.is Framkvæmdir stöðvaðar í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út á þekju

Það var því miður vitlaust þak
sem vaskir járn af tættu.
Það sem áður ekki lak
nú er í slíkri hættu.


mbl.is Fer til fjandans ef það blæs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann blæs

Blæs um heimahagana,
haffletina gára.
Ljóst að verðir laganna
lýsa eftir Kára.


mbl.is  Lögreglan leitar að ábyrgðarmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnslu grandað

Allan tókst víst ekki að laga
aðsteðjandi vanda.
Borin verður brott frá Skaga
botnfisksvinnsla Granda.


mbl.is 86 sagt upp störfum á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni veðurspár

Horfinn brottu virðist vart
vetrarkuldi og snjór.
Vorið foldu snöggvast snart,
sneri við og fór.


mbl.is Líklega lokað milli Hellu og Hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hret

Hófleg verða hitamet
hér um næstu daga.
Skella mun á skítahret;
skjálfa blóm í haga.


mbl.is „Hret í kortunum á miðvikudaginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Mannabar

Fer ég inn og fæ mér sæti,
finnst mér allt með góðu sniði.
Þar ég síðan þegið gæti
þurrkað kjöt af spænsku liði.


mbl.is Á Mannabar er boðið upp á Mannakjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að pota í heiðina

Þótt sprengjuregn bergið brjóti
svo buni heitt vatn úr grjóti
er geðið ei gramt.
Gleymum ei samt
að Ömmi var alltaf á móti.


mbl.is Enn á móti gangagerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leita betur!

Hefur ei ennþá fundið fé,
þótt fjár hafi gætt af mætti.
Kannski er það skýring að Kristján sé
að kafna í þvermóðskuhætti!


mbl.is Hefur ekki enn þá fundið fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2017
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband