Þjónusturof

Úrvinnslu mála var erfitt að sjá.
Í atburðarásinni miðri,
þá birtist tilkynning þessi á skjá:
Þjónusta liggur niðri.


Naflaskoðun

Ég er að spá og spegúlera.
Spurning er um að vanda sig.
Þótt náttúrulega sé nóg að gera
er nauðsynlegt þó að standa sig.


Þar liggur hundurinn grafinn

Þótt gömul séu Hinriks hey,
hann er enginn sauður;
glöggt það sér hann getur ei
gagnast kerlu dauður.


Draumur

Ég er svo aldeilis hlessa.
Ótrúlegt - nú er heima!
Þegar ég orti þessa
þá var mig víst að dreyma.


Framsóknarraunir

Illt er með Framsóknarflokkinn:
Fúll uppá nef sér er stokkinn.
Sérhver það sér
að Sveinbjörg hún er
aldeilis ofansokkin!


Frægðarraunir

Örn var alltaf sísyngjandi;
aðdáendur því hringjandi.
Að fagna var tamt,
en fannst þetta samt
frekar svona íþyngjandi.

Frídagur verslunarmanna

Ég uni mér allvel glaður.
Að ellilaununum bý,
en væri ég verslunarmaður
vildi ég eiga frí.

« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 125
  • Frá upphafi: 127922

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband